Loðfílasaur, forsöguleg leðja og lífræn úrgangsefni sem til þessa hafa verið frosin í sífrera á túndrum Síberíu gætu hraðað hlýnun jarðar þegar þau þiðna. Sergei Zimov, vísindamaður sem hefur rannsakað veðurfarsbreytingar við norðurheimskautsbaug sagði í samtali við Reuters fréttastofuna að þegar þessi úrgangsefni komast í snertingu við andrúmsloftið munu þau hraða hlýnun jarðar meira en svartsýnustu spár hafa gert hingað til.
Þetta mun leiða til hlýnunar sem ekki verður hægt að stöðva,” sagði Zimov. Hann telur að örverur sem hafi verið í dvala í þúsundir ára muni vakna til lífsins og fara að framleiða koltvísýring og metangas.