Nýjar leiðir til að berjast gegn öldrun

Nýjar aðferðir kunna að vera í sjónmáli til að berjast …
Nýjar aðferðir kunna að vera í sjónmáli til að berjast gegn öldrun. AP

Bandarískir vísindamenn segjast hafa fundið nýjar leiðir til að virkja varnir líkamans gegn öldrun og segja að hugsanlega verði hægt að framleiða lyf sem getur barist gegn mörgum sjúkdómum í einu.

Í grein um rannsóknirnar, sem birtist í tímaritinu Cell er varpað ljósi á hvers vegna dýr, sem fóðruð eru á kaloríusnauðri fæðu, lifa lengur en önnur dýr og einnig er bent á nýjar aðferðir til að líkja eftir slíku mataræði með því að nota pillu í stað þess að svelta.

„Hugsanlega er hægt að búa til eina pillu, sem kemur í veg fyrir og læknar jafnvel marga sjúkdóma í einu," segir David Sinclair, hjá læknadeild Harvardháskóla, sem stýrði rannsókninni.

Sinclair stofnaði ásamt fleirum fyrirtæki, sem vinnur að framleiðslu lyfs á grundvelli þessarar rannsóknar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert