Ýtarleg umfjöllun um íslenskar vetnistilraunir á CNN

Banda­ríska sjón­varps­stöðin CNN fjallaði í gær um ís­lensk­ar til­raun­ir til að nota vetni sem orku­gjafa. CNN birt­ir einnig frétt um málið á vefsíðu sinni og hef­ur það verið aðal­frétt­in þar í nótt og morg­un. Þar er m.a. rætt við Braga Árna­son, fyrr­um pró­fess­or við HÍ, sem spá­ir því að Íslend­ing­ar muni hætta al­farið að nota kol­efniseldsneyti árið 2050.

Bragi seg­ir, að á þessu sviði verði Íslend­ing­ar fyr­ir­mynd annarra þjóða. Hann seg­ir, að þegar búið verði að vetn­i­svæða bíla­flota Íslend­inga muni fiski­skipa­flot­inn fylgja á eft­ir. Það verði þó ekki auðvelt vegna þess að nú­ver­andi tækni setji tak­mark­an­ir og dýrt sé að geyma mikið magn af vetni.

Í frétt­inni er einnig rætt við Ásdísi Krist­ins­dótt­ur, verk­fræðing hjá Orku­veitu Reykja­vík­ur, en hún fer fyr­ir starfs­hópi fyr­ir­tæk­is­ins um vist­væn­ar sam­göng­ur. Er einnig fjallað um nýj­an Mercedes Bens vetn­is­bíl Orku­veit­unn­ar og sagt frá því að fleiri vetn­is­bíl­ar séu vænt­an­leg­ir til lands­ins.

Frétt CNN

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert