Rannsókn: Lífrænt eldsneyti mengar meira en jarðefnaeldsneyti

Líf­rænt eldsneyti úr repju­fræj­um og maís veld­ur meiri los­un gróður­húsaloft­teg­unda en hefðbundið jarðefna­eldsneyti, sam­kvæmt nýrri rann­sókn.

Höf­und­ar rann­sókn­ar­inn­ar segja þess­ar niður­stöður sýna að nauðsyn­legt sé að ganga vand­lega úr skugga um, að aðgerðir sem draga eigi úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda muni í raun hafa til­ætluð áhrif.

Frá þessu seg­ir Time­sOn­line, en niður­stöðurn­ar eru birt­ar í vís­inda­rit­inu At­mospheric Chem­is­try and Physics. Banda­rísk­ir, bresk­ir og þýsk­ir vís­inda­menn unnu rann­sókn­ina.

Líf­rænt eldsneyti úr repju­fræj­um og maís reynd­ist skila 70% og 50% meiri gróður­húsalofti en jarðefna­eldsneyti. Loft­teg­und­in sem fræ­in og maís­inn skila út í and­rúms­loftið er nituroxíð, en það er 296 sinn­um öfl­ugri gróður­húsa­áhrifa­vald­ur en kolt­ví­sýr­ing­ur.

Frétt Time­sOn­line

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka