Átökin um norðurhjarann

Trausti Valsson
Trausti Valsson
Eft­ir Guðna Ein­ars­son

gudni@mbl.is

Vitnað er í Trausta Vals­son pró­fess­or við Há­skóla Íslands í forsíðugrein frétta­tíma­rits­ins TIME sem kem­ur út 1. októ­ber. Grein­in hef­ur þegar birst í vefút­gáfu tíma­rits­ins.

Grein­in fjall­ar um bar­átt­una um rétt­indi og yf­ir­ráð á norður­hjar­an­um og þær breyt­ing­ar sem þar eru að verða. Ríki sem liggja að norður­skauts­svæðinu hafa í sum­ar og haust minnt á nær­veru sína og rétt­indi sem þau telja sig eiga þar. Það sem einkum hef­ur breytt stöðu svæðis­ins er að með minnk­andi haf­ís eru gas- og ol­íu­auðlind­ir und­ir hafs­botn­in­um orðnar aðgengi­legri. Nú bráðnar heim­skaut­s­ís­inn örar vegna hlýn­un­ar and­rúms­lofts­ins en áætlan­ir höfðu gert ráð fyr­ir. Við það opn­ast m.a. nýj­ar sigl­inga­leiðir og mögu­leik­ar til hvers kon­ar auðlinda­nýt­ing­ar á svæðinu.

Í grein­inni er tví­veg­is vitnað í Trausta um áhrif bráðnun­ar heim­skaut­s­íss­ins. Trausti sér m.a. fyr­ir sér að sigl­inga­leiðir í Norður-Íshafi verði nú fær­ar árið um kring, a.m.k. sér­út­bún­um skip­um, mun fyrr en nokk­urn hafði órað fyr­ir. Þá sér hann fyr­ir sér að Norður-Íshafið geti orðið hið nýja Miðjarðar­haf og að nýir byggðakjarn­ar muni rísa í Síberíu og heim­skauta­héruðum Kan­ada ef hlýn­un­in held­ur áfram.

"Fyr­ir síðustu jól gaf ég út bók­ina "How the World will Change – with Global Warm­ing" [Hvernig hnatt­ræn hlýn­un mun breyta heim­in­um]. Þar lýsi ég norður­slóðum sem ein­um mik­il­væg­asta heims­hluta framtíðar­inn­ar og birti m.a. kort sem sýn­ir auðlind­ir í jörðu og hafs­botni sem og sigl­inga­leiðirn­ar," sagði Trausti. Hann tel­ur að á norður­hveli muni norður­svæðin hafa veru­leg­an ávinn­ing af hnatt­rænni hlýn­un and­rúms­lofts­ins en suðlæg­ari svæði tapa. Á norður­slóðum sé nægt vatn og þar muni lofts­lag verða þægi­legt en sunn­ar verði lík­ur á jafn­vel enn meiri hit­um og þurrk­um en nú er.

Sjá nán­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert