100 dollara fartölvurnar til sölu í Bandaríkjunum

Vonast er til að fartölvan muni efla menntun í þróunarlöndum
Vonast er til að fartölvan muni efla menntun í þróunarlöndum

Bandarískum almenningi verður gefinn kostur á að kaupa tvö stykki af hinum svonefndu "hundrað dollara fartölvum," sem ætlaðar eru skólabörnum í þróunarlöndunum, gefa aðra til þróunarríkis og halda hinni. Forsprakki verkefnisins "einfartölva handa hverju barni," sem hannaði tölvurnar, greindi frá þessu í dag.

Verðið á hverri "hundrað dollara tölvu" er reyndar komið fast að tvö hundruð dollurum núna, en í nóvember geta bandarískir neytendur fengið "tvær fyrir eina" á 399 dollara og gefið aðra.

Hugmyndin var að veita stjórnvöldum í fátækum löndum möguleika á að kaupa tölvurnar fyrir skólabörn, en brautryðjandi verkefnisins, Nicholas Negroponte, sagði að þegar til hefði átt að taka hefðu ráðamenn í allmörgum ríkjum ekki fylgt eftir gefnum fyrirheitum um kaup á tölvunum.

"Tveir fyrir einn" átakinu er ætlað að vekja athygli á verkefninu og hvetja hönnuði gjaldfrjáls hugbúnaðar til að skrifa forrit fyrir stýrikerfi ódýru tölvunnar.

Tölvan hefur verið nefnd XO. Hún er högg- og vatnsþolin og hefur skjá með hárri upplausn sem hægt er að lesa á í sólskini jafnt sem myrkri. Hún er knúin með rafhlöðum sem hægt er að hlaða með sólarorku eða sveif. Á henni eru loftnet fyrir internetsamband.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert