Flestir telja loftslagsbreytingar vera af mannavöldum

Reuters

Mikill meirihluti almennings í mörgum löndum heims telur að hlýnun í andrúmslofti jarðarinnar sé af mannavöldum, samkvæmt skoðanakönnun sem BBC World Service hefur gert. Þá telur meirihluti þátttakenda að grípa þurfi til róttækra aðgerða til að sporna við þróuninni.

Rúmlega 22.000 manns í 21 landi tóku þátt í könnuninni, og reyndust niðurstöðurnar næsta einróma. Að meðaltali voru 79% svarenda þeirrar skoðunar að loftslagsbreytingar mætti að stórum hluta rekja til aðgerða mannsins, eins og til dæmis iðnaðar og samgangna.

Níu af hverjum tíu sögðu að nauðsynlegt væri að grípa til ráðstafana, og tveir þriðju gengu lengra og sögðu nauðsynlegt að grípa til róttækra ráðstafana nú þegar.

Frétt BBC og nánari niðurstöður

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert