Krabbameinsstofnun Bretlands segir að með einföldum breytingum á lífsstíl kvenna megi minnka tíðni brjóstakrabbameins um a.m.k. 10% fyrir árið 2024. Tíðni brjóstakrabbameins hefur aukist um 12% undanfarinn áratug og bendir fátt til þess að þeirri þróun verði snúið við í bráð.
Stofnunin mælir með því að konur drekki minna og að sömu meðalþyngd verði náð og árið 1980, þá er mælt með því að konur noti siður hormónalyf. Stærsti áhættuþátturinn er þó öldrun og er því sagt mikilvægt að konur komi í skoðun reglulega. Þá eru konur hvattar til að gefa börnum sínum brjóst, því slíkt er talið draga úr líkum á brjóstakrabbameini.
Segir stofnunin að ef konur breyti nú um lífsstíl megi búast við því að tíðni brjóstakrabbameins muni dragast saman á næstu ár um og að komið verði í veg fyrir tíunda hvert tilfelli árið 2024.