Mælt með lífsstílsbreytingum til að minnka tíðni krabbameins

Krabba­meins­stofn­un Bret­lands seg­ir að með ein­föld­um breyt­ing­um á lífs­stíl kvenna megi minnka tíðni brjóstakrabba­meins um a.m.k. 10% fyr­ir árið 2024. Tíðni brjóstakrabba­meins hef­ur auk­ist um 12% und­an­far­inn ára­tug og bend­ir fátt til þess að þeirri þróun verði snúið við í bráð.

Stofn­un­in mæl­ir með því að kon­ur drekki minna og að sömu meðalþyngd verði náð og árið 1980, þá er mælt með því að kon­ur noti siður horm­óna­lyf. Stærsti áhættuþátt­ur­inn er þó öldrun og er því sagt mik­il­vægt að kon­ur komi í skoðun reglu­lega. Þá eru kon­ur hvatt­ar til að gefa börn­um sín­um brjóst, því slíkt er talið draga úr lík­um á brjóstakrabba­meini.

Seg­ir stofn­un­in að ef kon­ur breyti nú um lífs­stíl megi bú­ast við því að tíðni brjóstakrabba­meins muni drag­ast sam­an á næstu ár um og að komið verði í veg fyr­ir tí­unda hvert til­felli árið 2024.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert