Sony-fyrirtækið greindi í dag frá fyrirætlunum sínum um að setja á markað í desember fyrstu örþunnu sjónvörpin sem gerð eru með lífrænni ljósdíóðutækni (OLED). Er markmið Sony að endurheimta með þessu frumherjaorðspor sitt.
Skjárinn á næstu kynslóð sjónvarpa er aðeins þriggja millimetra þykkur, en það byggir á því að lífrænir skjáir gefa sjálfir frá sér birtu og ekki þar að lýsa þá upp.
Þessi þunni skjár er gerður úr þunnu lagi lífrænna efna á milli tveggja platna. Hann notar minni orku og gefur bjartari mynd með víðara áhorfshorn en vökvakristallaskjáir (LCD).
Lífrænt ljósdíóðusjónvarpstæki sem er 25 sm breitt og 14 sm hátt mun kosta sem 200.000 jen (sem svarar tæplega 108.000 krónum) segir í tilkynningu frá Sony. Enn sem komið er hefur einungis verið ákveðið að setja tækið á markað í Japan, en engin ákvörðun tekin um sölu erlendis.