Leiðinlegasti sjónvarpsþáttur í heimi?

mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Sjón­varps­tækja­fram­leiðend­ur og sjón­varps­stöðvar hafa tekið hönd­um sam­an og búið til „sjón­varpsþátt“ sem kann að vera sá leiðin­leg­asti í heimi. Til­gang­ur­inn er að mæla orku­notk­un nýj­ustu kyn­slóða sjón­varpa, að því er Orkustaðlastofn­un­in í Sviss greindi frá í dag.

Ætl­un­in er að finna staðlaða aðferð við að mæla hversu mikla orku plasma- og LDC-sjón­varps­tæki nota. Ef hún reyn­ist meiri en ork­an sem fyrri kyn­slóðir sjón­varps­tækja þurfa kann það að auka eft­ir­spurn eft­ir orku og því hugs­an­lega hafa áhrif á lofts­lags­breyt­ing­ar.

Skeytt hef­ur verið sam­an brot­um úr allskyns sjón­varps­efni, allt frá sápuóper­um og íþróttaþátt­um yfir í nátt­úru­lífs­mynd­ir, í sam­ræmi við hlut­fall þessa efn­is í sjón­varps­út­send­ing­um í heim­in­um. Ork­an sem sjón­varps­tæki nota er mis­mun­andi mik­il eft­ir efni út­send­ing­ar­inn­ar sem tæk­in taka við.

Úr varð tíu mín­útna sam­heng­is­laus „þátt­ur“ sem fjall­ar ekki um neitt, og seg­ir talsmaður sviss­nesku stofn­un­ar­inn­ar að þetta sé ekki ósvipað og stilli­mynd.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka