Framtíðarbíll gerir bakkgírinn óþarfan

Pivo 2 kynntur í Japan í síðustu viku.
Pivo 2 kynntur í Japan í síðustu viku. Reuters

Japönsku bílasmiðjurnar Nissan sýndu nýverið hugmyndabíl sem ætti að falla þeim í geð sem eiga í erfiðleikum með að bakka í stæði. Á bílnum er snúningshús sem gerir að verkum að í stað þess að bakka eða snúa bílnum við getur ökumaðurinn snúið húsinu og ekið í hina áttina án þess að snúa undirvagninum.

Bíllinn kallast Pivo 2 og rafknúinn. Öll hjólin á honum geta ennfremur beygt í 90° og því er auðvelt um vik að leggja bílnum. Masahiko Tabe, yfirmaður bílaþróunardeildar Nissan, sagði að þessum bíl gæti maður ekið „án þess að hafa áhyggjur af ökuleikni sinni.“

Í bílnum er einnig vélrænn skynjari sem fylgist með tjáningu ökumannsins og ræðir við hann í samræmi við hugarástand hans, segir Nissan. Er skynjarinn mæltur á ensku og japönsku, og getur m.a. róað æstan ökumann eða vakið ökumann sem dottar undir stýri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert