Google ber höfuð og herðar yfir aðrar leitarvélar í heiminum

Samkvæmt könnuninni er Google leitarvélin langvinsælust.
Samkvæmt könnuninni er Google leitarvélin langvinsælust. AP

Í ágúst sl. var yfir helmingur allra leitarbeiðna á netinu á heimsvísu framkvæmdar í gegnum Google leitarvélina, að því er segir í nýrri samantekt.

Fram kemur í nýrri alþjóðlegri rannsókn, sem sérfræðingar comScore gerðu, að yfir 750 milljónir notenda framkvæmdu rúmlega 61 milljarð leitarbeiðna í umræddum mánuði.

Rúmlega 37 milljarðar leitarbeiðna voru framkvæmdar í gegnum Google, sem er meira en samanlagður fjöldi helstu keppinauta leitarvélarinnar vinsælu.

Yahoo kom næsta á eftir og þá Baidu, sem er leitarvél á kínversku.

„Að sjá asískar leitarvélar, líkt og Baidu.com í Kína og NHN frá Kóreu, vera flokkaðar með Google og Yahoo undirstrikar þá staðreynd að leit er svo sannarlega orðið að alþjóðlegu fyrirbæri,“ segir Bob Ivins, sem er varaforseti alþjóðlegra markaða hjá comScore, í yfirlýsingu.

Helstu leitarvélarnar skv. könnun comScore eru:

  • Google - 37 milljarðar leita
  • Yahoo - 8,5 milljarðar
  • Baidu - 3,2 milljarðar
  • Microsoft - 2,1 milljarður
  • NHN - 2 milljarðar
  • eBay - 1,3 milljarðar
  • Time Warner - 1,2 milljarðar
  • Ask - 743 milljónir
  • Fox - 683 milljónir
  • Lycos - 441 milljón
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert