Skundar á gervigreindarhátíð

Íslenskt vélmenni og íslenskur heimsmeistari í gervigreind eru meðal þeirra sem heyra má og sjá á gervigreindarhátíð sem Háskólinn í Reykjavík heldur á morgun. Einnig mun hljómsveit landskunnra tónlistarmanna flytja tónlist með „vélmenni.“

Vélmennið Skundar er lokaverkefni Freys Magnússonar, BSc-nema í tölvunarfræði við HR. Freyr hefur verið í um þrjú ár að smíða vélmennið og semja fyrir það forrit. Vélmennið er búið „skynfærum,“ myndavél, dýptarmyndavél og hljóðnema, og einnig hefur það sónarskynjara.

Freyr segir að hugmyndin sé að Skundar geti skynjað umhverfi sitt og lesið af skynjurum, farið á milli staða og jafnvel kortlagt umhverfið. Freyr vonast til þess að Skundar geti síðan orðið grundvöllur að frekari þróun.

Gervigreindarhátíðin verður haldin á morgun, laugardag, í Borgarleikhúsinu, og hefst klukkan 13.00. Tónleikarnir hefjast klukkan 15.00.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert