Bandarísk könnun hefur leitt í ljós að blý fannst í 61% af þeim 33 mismunandi gerðum af varalit á markaðnum. Blý getur haft slæm eitrunaráhrif í líkamanum og getur borist í fóstur. Í könnuninni voru prófaðir varalitir frá öllum helstu framleiðendum.
Samtök snyrtivöruframleiðenda í bandaríkjunum sögðu að blý væri efni sem væri ekki viljandi bætt út í vöruna en væri eðlilegur hluti af þeim efnum sem notuð eru.
Magnið sem mældist var á bilinu 0,003 til 0,65 ppm (e. parts per million)