Mont Blanc hækkar af völdum gróðurhúsaáhrifa

Benedikt XVI páfi í heimsókn í Ölpunum árið 2005
Benedikt XVI páfi í heimsókn í Ölpunum árið 2005 Reuters

Margar kynslóðir franskra barna hafa lært í skólum að Mont Blanc, hæsta fjallið í Frakklandi og V-Evrópu, sé 4807 metra hátt. Gróðurhúsaáhrifin hafa þótt ótrúlegt megi virðast valdið því að endurskrifa þarf skólabækurnar, því fjallið fer hækkandi og hefur frá árinu 2003 hækkað um tæpa fjóra metra.

Mont Blanc reyndist við síðustu mælingu vera 4810,9 metra hátt. Ástæðan fyrir þessu er hlýnandi loftslag og aukinn vindur, en blautur snjór lendir á hlíðum fjallsins situr þar fastur og breytist í ís. Ísmagnið hefur tvöfaldast frá árinu 2005 og mælist 24.100 rúmmetrar í ár.

Þessi þróun á sér þó aðeins stað í fjöllum sem ná yfir 4.000 metra hæð. Í Ölpunum veldur snjóleysi vandræðum á flestum skíðasvæðum, en víðast hvar er reynslan sú að snjór er að hverfa og er það talin bein afleiðing gróðurhúsaáhrifanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert