Slökkt á fyrstu hliðrænu sjónvarpssendunum í Bretlandi

mbl.is/Árni Torfason

Bretar búa sig nú undir að skipta alfarið yfir í stafrænt sjónvarp en slökkt verður á fyrsta hliðræna sjónvarpssendinum, útsendingu BBC2, í enska bænum Whitehaven í nótt. Aðrar stöðvar fylgja svo í kjölfarið og fylgja svo önnur svæði á Bretlandeyjum í kjölfarið hægt og bítandi.

Árið 2012 er svo ætlunin að hlíðrænum sjónvarpsútsendingum verði endanlega hætt, þetta mun þó vart hafa mikil áhrif á daglegt líf Breta, því flestir þeirra eru þegar áskrifendur að stafrænu sjónvarpi um kapal, gervihnetti eða netið.

Í Whitewater stendur eins konar tilraun yfir en yfirvöld hafa aðstoðað íbúa bæjarins með þau vandamál sem upp hafa komið og hefur þar verið starfrækt sérstök aðstoðarmiðstöð.

Sömu þróun má sjá víðast annars staðar, í Þýskalandi stendur til að hætta hefðbundnum sjónvarpsútsendingum árið 2009 og í Japan árið 2011. Hér á landi hefur stafrænt sjónvarp verið fáanlegt í áskrift um nokkurt skeið, m.a. um net og loftnet, en hefðbundnum sjónvaprsútsendingum verður þó varla hætt í bráð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert