MySpace og Skype hefja samstarf

MySpace er eitt vinsælasta vefsvæði heims.
MySpace er eitt vinsælasta vefsvæði heims.

Stutt er í að notendur MySpace geti talað hver við annan á vefnum en fyrirtækið sem heldur úti MySpace hefur komist að samkomulagi við netsímafyrirtækið Skype um að notendur geti frá og með nóvember nk. hringt endurgjaldslaust af vefsíðum sínum án þess að setja upp séstakan hugbúnað. Skráðir notendur Skype eru um 220 milljónir, en þeim mun fjölga nokkuð við samkomulagið því 110 milljónir manna nota MySpace.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert