Ný útgáfa Mac OS X væntanleg í mánuðinum

MacBook
MacBook Apple

Ný útgáfa Mac OS X stýrikerfisins er væntanleg í verslanir þann 26. þessa mánaðar. Nýja útgáfan kallast Leopard og inniheldur ýmsar viðbætur, svo sem tól til að gera öryggisafrit sem kallað er Time Machine eða tímavélin, þá hefur tölvupóstforrit verið endurbætt og tengimögleikar við aðrar tölvur bættir.

Upphaflega stóð til að Leopard kæmi út fjórum mánuðum fyrr en vegna þróunarvinnu við iPhone símann, sem kom út síðsumars, var vinnu við stýrikerfið frestað.

Sala á Apple tölvum hefur stóraukist að undanförnu, Apple seldi 1,8 milljónir tölva á þriðja ársfjórðungi bókhaldsársins sem lauk í júní, sem er 33% aukning miðað við síðasta ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert