Lyktin af mjólkandi konum lostavekjandi og örvandi

Lyfjaiðnaðurinn gæti hafa dottið niður á andsvar kvenna við Viagra.
Lyfjaiðnaðurinn gæti hafa dottið niður á andsvar kvenna við Viagra. mbl.is/Brynjar Gauti

Móðurmjólkin er holl og góður grunnur fyrir lífið en hún getur einnig haft önnur og hvetjandi áhrif á fjölgun mannkynsins því vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að ilmurinn af mjólkandi móður getur aukið löngun annarra kvenna til að hafa kynmök. Bandarískir sálfræðingar við háskóla í Chicago hafa samkvæmt breska dagblaðinu Daily Mail kannað þessi áhrif.

Lyfjaiðnaðurinn mun að öllum líkindum sýna þessari könnun mikinn áhuga þar sem þarna gæti verið komin leið til að framleiða lyf sem hefur svipuð áhrif á konur sem þjást af kyndeyfð og Viagra hefur á karla.

Samkvæmt könnuninni geta ilmefnin sem losna úr læðingi er konur gefa barni sínu brjóst aukið kynlöngun ungra kvenna um tæplega 50%. Sálfræðingarnir létu helming kvennanna í könnuninni þefa af sýnum teknum af svita mjólkandi kvenna tvisvar á dag í þrjá mánuði. Hinn helmingurinn fékk lyfleysu. Könnunin leiddi í ljós að kynlífslöngun þeirra sem þefuðu af svita mjólkandi kvenna jókst um 42% og jukust dagdraumar margra þeirra um kynlíf til muna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert