Fá aldrei fullnægingu

Sólveig Katrín Hallgrímsdóttir
Sólveig Katrín Hallgrímsdóttir

„Aðal­vanda­málið tengt kyn­lífi hjá kon­um er ein­fald­lega það að þær fá ekki full­næg­ingu. Marg­ar hafa aldrei fengið full­næg­ingu. Svo vita sum­ar ekki einu sinni hvar G-blett­ur­inn er!" seg­ir Sól­veig Katrín Hall­gríms­dótt­ir, en hún hef­ur haldið kynn­ing­ar um hjálp­ar­tæki ástar­lífs­ins við góðan orðstír og leitt fjölda kvenna í sann­leik­ann um mik­il­vægi full­næg­ing­ar.

„Á hverri ein­ustu kynn­ingu sem ég held er að minnsta kosti ein sem hef­ur aldrei fengið full­næg­ingu og stund­um fleiri. Þetta get­ur haft áhrif á sjálfs­traustið og al­menna líðan svo að þá get­ur verið gott að prófa tæki. Þetta á að vera al­veg sjálf­sagður hlut­ur rétt eins og það þykir sjálfsagt að karl­inn fái´ða. Svo erum við líka með fleiri örvun­ar­svæði en karl­menn, þó svo að marg­ir viti það nú ekki!"

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert