Úthöfin drekka í sig minna af koltvísýringi

Reuters

Það magn kolt­ví­sýr­ings sem út­höf­in drekka í sig hef­ur minnkað, að því er vís­inda­menn greina frá. Telja þeir að þetta geti verið áhyggju­efni, og aukið hlýn­un­ina í and­rúms­lofti jarðar­inn­ar ef út­höf­in taka við minna magni gróður­húsaloft­teg­unda. Ástæða sé til að ætla að með tím­an­um mett­ist út­höf­in af gróður­húsa­efn­um sem losnað hafi af manna­völd­um.

Frá þessu grein­ir frétta­vef­ur BBC, en niður­stöður vís­inda­mann­anna birt­ast í vís­inda­rit­inu Journal of Geop­h­ysical Rese­arch.

Rann­sókn­in var gerð í Norður-Atlants­hafi og stóð í tíu ár. Niður­stöðurn­ar sýna að sjór­inn tók í sig helm­ingi minna af kolt­ví­sýr­ingi á ár­un­um 2000-2005 en hann gerði tíu árum áður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka