Slysatíðni í þotuflugi fer ótvírætt lækkandi

Boeing 767 þotur
Boeing 767 þotur Af vef Boeing

Slysatíðni í þotuflugi í heim­in­um fer ótví­rætt lækk­andi, og ef hún hefði hald­ist óbreytt frá því sem var 1996 hefðu slys á síðasta ári verið 30 en ekki 11 eins og reynd­in var. Þetta kom fram í máli Jim Bur­ins, tækn­i­stjóra Flig­ht Sa­fety Foundati­on, á ráðstefnu um flu­gör­ygg­is­mál sem hald­in var ný­lega.

Árið 1996 voru um 1,2 slys miðað við eina millj­ón flug­taka í flugi á þotum frá vest­ræn­um fram­leiðend­um. Á síðasta ári var þessi tíðni kom­in í 0,5 slys.

Þetta kem­ur fram í frétt á vef Sam­gönguráðuneyt­is­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert