Einhverjir neanderthalsmenn voru að öllum líkindum rauðhærðir, samkvæmt niðurstöðum nýrrar DNA-rannsóknar, sem gerð var á erfðaefni úr líkamsleifum tveggja slíkra fornmanna, og greint er frá í vísindaritinu Science.
Það voru erfðafræðingar við Háskólann í Barcelona sem gerðu rannsóknina, en þeir fundu genið MC1R í leifum neanderthalsmannanna. Stökkbreyting á þessu geni í nútímamönnum veldur rauðum háralit, en fram til þessa hefur ekkert legið fyrir um hver háralitur útdauðra fornmanna hafi verið.
Með greiningu á afbrigði MC1R komust vísindamennirnir að því að rautt hár hafi einnig þekkst meðal neanderthalsmanna. Umrætt afbrigði er ekki að finna í nútímamönnum, en vísindamennirnir segja að það hafi haft svipuð áhrif á háralitinn.
Neanderthalsmenn eru ekki taldir hafa verið forfeður Homo sapiens heldur hafa dáið út fyrir um 25.000 árum