Karlar menga meira en konur

Karl­menn leggja meira til gróður­húsa­áhrifa en kon­ur er niðurstaða sænskr­ar skýrslu sem unn­in var á veg­um sænska um­hverf­is­ráðuneyt­is­ins og hef­ur nú verið birt. Karl­arn­ir eyða meira eldsneyti og borða meira kjöt en kon­ur en hvoru­tveggja eyk­ur magn gróður­húsaloft­teg­unda í loft­hjúpn­um.

Þessi sænska rann­sókn er hluti af stærra verk­efni sem unnið er að á veg­um Sam­einuðu þjóðanna um sjálf­bæra þróun og birt­ir staðreynd­ir um þann mun sem er á neyslu karla og kvenna, með sér­staka áherslu á um­ferð og sam­göng­ur, þar sem kyn­bund­in neyslu­mynst­ur eru afar skýr.

Sam­kvæmt skýrsl­unni er það lít­ill hóp­ur, eða um 10 pró­sent af öll­um öku­mönn­um, aðallega karl­ar, sem standa fyr­ir 60% af öll­um bíla­akstri í Svíþjóð og leggja með því til sama hlut­fall af út­blæstri og um­hverf­isáhrif­um af þeim sök­um. Í skýrsl­unni kem­ur einnig fram að karl­ar standa fyr­ir 75% af öll­um akstri í Svþíþóð ef reiknað er í kiló­metr­um á mann.

Skýrsl­an í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert