Tölvuleikur eykur námsgetu

Nintendo DS tölvan
Nintendo DS tölvan

Bresk rann­sókn á stærðfræðigetu skoskra skóla­barna sýn­ir að nem­end­ur sem léku tölvu­leik­inn „More Brain Train­ing” („Meiri heilaþjálf­un”), á Nin­t­endo DS lófa­leikja­tölv­unni í klukku­stund á dag í tíu vik­ur stór­bættu náms­ár­ang­ur sinn í stærðfræði og halda bet­ur ein­beit­ingu en áður. Frétta­vef­ur BBC seg­ir frá þessu.

Rann­sókn­in var gerð á þrem­ur sam­bæri­leg­um hóp­um þrjá­tíu skóla­barna, einn hóp­ur­inn notaði tölvu­leik­inn til að þjálfa hug­ann, ann­ar hóp­ur beitti tækni sem kölluð er „Brain Gym”, þar sem lík­ams­æfing­um er beitt til að örva heil­a­starf­semi, en þriðji hóp­ur­inn eng­in hjálp­ar­tæki.

Fyr­ir til­raun­ina geng­ust hóp­arn­ir und­ir stærðfræðipróf, all­ir hóp­arn­ir bættu ár­ang­ur sinn á vik­un­um tíu, en sá hóp­ur sem notaði Nin­t­endo leik­inn bætti ár­ang­ur sinn áber­andi mest, eða úr 76 stig­um af 100 í 86 stig.

Leik­ur­inn sam­an­stend­ur af smáþraut­um sem reyna á heil­ann, talnaþraut­um, lestr­ar­próf­um og leikj­um sem reyna á minnið. Þá vakti at­hygli að þeir sem verst stóðu að vígi eft­ir fyrsta prófið bættu ár­ang­ur sinn mest. Þar á meðal var nem­andi sem þarfn­ast sér­kennslu, sem bætti ár­ang­ur­inn úr 25 stig af 100 í 68 stig.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert