Íslensk kúskel líklega elsta dýr heims

Kúskelin sem varð yfir 400 ára.
Kúskelin sem varð yfir 400 ára.

Kúskel sem fannst við norður­strönd Íslands er lík­lega langlif­asta dýr sem sög­ur fara af, en hóp­ur vis­inda­manna við sjáv­ar­vís­inda­deild Bang­or há­skóla tel­ur sig hafa fundið rúm­lega 400 ára gamla kúskel. Ald­ur­inn er reiknaður út með því að telja hringi skelj­ar­inn­ar.

220 ára skel sem fannst við strend­ur Banda­ríkj­anna á metið sam­kvæmt heims­meta­bók Guinn­ess sem stend­ur, svo ís­lenska skel­in telst þar með hin lang­líf­asta sem sög­ur fara af, ef ald­ur henn­ar verður sannaður. Sagt er frá þessu á vefn­um ScienceDaily.

Raun­ar a önn­ur is­lensk kúskel óform­lega metið, en hún var tal­in 374 ára, er hún fannst á safni. Þá telja vís­inda­menn­irn­ir lík­legt að jafn­vel eldri skelj­ar muni finn­ast og segja þeir að hafið við Ísland henti prýðilega til lang­líf­is.

Þegar um­rædd skel varð til var ein­ok­un­ar­versl­un að hefjast á Íslandi og William Shakespeare skrifaði sín bestu verk, á borð við Hamlet, Óþelló og Mac­beth.

Lang­lífi skelj­anna má rekja til þess að þær hafa komið sér upp öfl­ug­um vörn­um við skaðleg­um mætti öldrun­ar. Telja vís­inda­menn að þenn­an eig­in­leika megi hugs­an­lega rann­saka til að auka skiln­ing manna á öldrun.

Vefsíða Science Daily

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert