Íslensk kúskel líklega elsta dýr heims

Kúskelin sem varð yfir 400 ára.
Kúskelin sem varð yfir 400 ára.

Kúskel sem fannst við norðurströnd Íslands er líklega langlifasta dýr sem sögur fara af, en hópur visindamanna við sjávarvísindadeild Bangor háskóla telur sig hafa fundið rúmlega 400 ára gamla kúskel. Aldurinn er reiknaður út með því að telja hringi skeljarinnar.

220 ára skel sem fannst við strendur Bandaríkjanna á metið samkvæmt heimsmetabók Guinness sem stendur, svo íslenska skelin telst þar með hin langlífasta sem sögur fara af, ef aldur hennar verður sannaður. Sagt er frá þessu á vefnum ScienceDaily.

Raunar a önnur islensk kúskel óformlega metið, en hún var talin 374 ára, er hún fannst á safni. Þá telja vísindamennirnir líklegt að jafnvel eldri skeljar muni finnast og segja þeir að hafið við Ísland henti prýðilega til langlífis.

Þegar umrædd skel varð til var einokunarverslun að hefjast á Íslandi og William Shakespeare skrifaði sín bestu verk, á borð við Hamlet, Óþelló og Macbeth.

Langlífi skeljanna má rekja til þess að þær hafa komið sér upp öflugum vörnum við skaðlegum mætti öldrunar. Telja vísindamenn að þennan eiginleika megi hugsanlega rannsaka til að auka skilning manna á öldrun.

Vefsíða Science Daily

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert