Barnaníðingar koma sér fyrir í öðru lífi

Íbúar Second Life geta brugðið sér í allra kvikinda líki …
Íbúar Second Life geta brugðið sér í allra kvikinda líki eins og glöggt má sjá.

Barnaníðingar eru búnir að koma sér fyrir í tölvuleiknum Second Live og nýta sér sýndarheima til þess misnota börn. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar. Undanfarin misseri hafa vinsældir sýndarheimsins Second Life aukist mjög. Í þessum heimi leikur fólk persónur sem það býr til eftir eigin höfði. Sumir byggja sér hús í leiknum, aðrir stofna fyrirtæki og enn aðrir gifta sig.

Fréttamaður Sky, Jason Farrell, hefur undanfarið rannsakað skuggaheima leiksins og fann þar svæði sem nefnist „Wonderland" eða Undraland. Þar hafa barnaníðingar hreiðrað um sig og svala fýsnum sínum í sýndarheimi.

Segir Farrell, sem bjó til persónu í Undralandi að barnaníðingarnir láti hins vegar sýndarveruleika ekki duga þar sem þeir reyni að tæla börn á svæðinu. Sjálfur hafi hann fengið óhugnanleg tilboð frá barnaníðingum sem þóttust vera börn að leik í Undralandi.

Ítarleg umfjöllun var um Second Life í Morgunblaðinu þann 19. ágúst

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert