Líkur á krabbameini aukast með þyngd

Rautt kjöt er meðal þess sem ber að forðast samkvæmt …
Rautt kjöt er meðal þess sem ber að forðast samkvæmt niðurstöðunum mbl.is/Ómar Óskarsson

Niðurstöður alþjóðlegrar rannsóknar bendir til þess að líkamsþyngd sé mikilvægur þáttur þegar kemur að líkum á því að fá krabbamein og að með því að grennast sé hægt að draga úr líkum á því að fá krabbamein. Þá auka vissar tegundir matar líkur á krabbameini, þar á meðal beikon og skinka, sykraðir drykkir og áfengi. Fréttavefur BBC segir frá þessu.

Niðurstöðurnar eru árangur samantektar á yfir 7.000 rannsóknum á krabbameini þar sem áhrif lífsstíls á krabbamein var rannsakaður. Ein athyglisverðasta niðurstaðan er sú að þeir sem hafa lágan líkamsþyngdarstuðul (BMI) eru síður líklegir til að fá krabbamein, en líkurnar aukast eftir því sem stuðullinn er hærri. Líkamsþyngdarstuðull er reiknaður út frá þyngd og hæð einstaklinga en þeir sem hafa stuðulinn frá 18,5 til 25 eru almennt taldir í kjörþyngd. Hins vegar virðist samkvæmt niðurstöðunum borga sig að hafa stuðulinn sem lægstan því rannsóknin bendir til þess að líkur á krabbameini aukist þegar stuðullinn fer að nálgast 25.

Vísindamaðurinn Martin Wiseman sem stýrði rannsókninni segir að þetta sýni að krabbamein séu ekki örlög, heldur áhætta sem hægt sé að stjórna með breyttu lífsmynstri.

Meðal annarra þátta sem haft geta áhrif samkvæmt niðurstöðunum er rautt kjöt og unnar kjötvörur, fæðubótaefni virðast frekar hafa slæm áhrif en góð en hins vegar geta atriði á borð við daglega hreyfingu og brjóstagjöf dregið úr líkum á krabbameini.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert