Rannsókn á íþróttamönnum í Austur-Þýskalandi, sem gengust undir sterameðferð á vegum þarlendra stjórnvalda á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, bendir til þess að bæði hafi íþróttafólkið sjálft orðið fyrir alvarlegu heilsutjóni og börn þeirra þjáist af ýmsum andlegum og líkamlegum kvillum og fötlun.
Rannsókn, sem Giselher Spitzer, aðstoðarprófessor við Humboltháskóla, var kynnt á ráðstefnu um lyfjaneyslu í íþróttum á Íslandi í vikunni. Þar kom fram, að Spitzer hóf að fylgjast með 52 íþróttamönnum frá Austur-Þýskalandi og 69 afkomendum þeirra. Enginn þessara íþróttamanna vissi að þeir væru að neyta stera á sínum tíma.
Fram kom í rannsókninni, að fjórðungur íþróttamannanna þjáist af krabbameini nú. Margir hafa einnig þjáðst af þunglyndi og hafi reynt að fremja sjálfsmorð.
Það sem vakti mesta athygli er sú niðurstaða, að flest börn íþróttafólksins er með einhverskonar fötlun. „Margir íþróttamenn og margir líkamsræktarmenn segja: Þetta er minn líkami og ég geri það sem mér sýnist. Það er ekki rétt, þetta snýst ekki aðeins um þinn eigin líkama heldur um næstu kynslóð og við vitum ekki um áhrifin á þriðju kynslóðina enn," er haft eftir Spitzer í erlendum fjölmiðlum.