Simpansinn Washoe safnaðist til forfeðra sinna í gær, 42 ára að aldri. Washoe markaði tímamót þegar hún varð fyrsti apinn, sem lærði táknmál heyrnarlausra. Alls kunni Washoe 250 tákn í bandaríska táknmálinu og Loulis, fóstursonur hennar, lærði táknmálið af henni.
Washoe fæddist í Afríku árið 1965 en var handsömuð þar og flutt til Bandaríkjanna. Vísindamaður í Nevada hóf þar að kenna henni táknmál með þessum árangri.
Síðari hluta ævinnar dvaldi Washoe í Central Washington háskólanum.