Geimfarar hefja viðgerðarvinnu á sólarvæng

Geimfarinn Scott Parazynski sést hér yfirgefa Alþjóðlegu geimstöðina til að …
Geimfarinn Scott Parazynski sést hér yfirgefa Alþjóðlegu geimstöðina til að fara gera að vængnum. Reuters

Bandarískir geimfarar hafa hafið hættulega geimgöngu í þeim tilgangi að reyna laga sólarorkuvæng sem hefur skemmst á Alþjóðlegu geimstöðinni (ISS). Rifa komst á vænginn sl. þriðjudag er hann breiddi úr sér.

Geimfarinn Scott Parazynski mun taka að sér verkefnið og ferðast á lyftuarmi til þess að gera við rifuna. Ef viðgerðin lukkast vel þá mun vængurinn geta breitt úr sér að fullu og verða starfhæfur.

Annar geimfari, Douglas Wheelock, mun verða Parazynski til aðstoðar. Viðgerðin mun taka nokkrar klukkustundir og þykir afar hættuleg sem fyrr segir því Parazynski gæti fengið lífshættulegt rafstuð komi hann við vænginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert