Hulunni svipt af andliti gullna faraósins

Andlit egypska faraósins Tutankamons var sýnt almenningi í fyrsta sinn í dag. Fornleifafræðingar fjarlægðu múmíuna úr steinkistu sinni í grafhýsinu Konungadalnum í Lúxor og lögðu hana í sérstakan hita- og rakastýrðan kassa.

Þetta var gert í tilefni þess að 85 ár eru liðin frá því breski fornleifafræðingurinn Howard Carter fann grafhýsið fræga. Tutankamon lést fyrir 3.000 árum við dularfullar aðstæður að því er talið er.

„Andlit gullna faraósins er ótrúlegt,“ sagði Zahi Hawass, sem er yfirmaður fornleifarannsókna í Egyptalandi, er hann dró hörumbúðir af múmíunni. Líkami faraósins er svartur og minnir mjög á brennda beinagrind.

„Það er töfrandi, það er leyndardómsfullt, það er fallegt og framtennurnar eru svipaðar öðrum í fjölskyldunni. Að setja múmíuna í þennan kassa mun verða til þess að gullni konungurinn mun lifa að eilífu.“

Tutankamon var gerður að faraóa þegar hann var níu ára gamall. Hann varð frægur þegar grafhýsi hans, sem var fyllt af gersemum, fannst árið 1922.

Gullgríman fræga sem var á steinkistu Tutankamons er vegur 11 kíló og skreytt asúrsteinum og öðrum fágætum steinum.

Setja þurfti múmíuna aftur saman eftir að Carter skar hana í 18 hluta svo hann gæti komið höndum sínum yfir verndargripi auk annarra skartgripa.

Fornleifafræðingar sjást hér fjarlægja múmíu Tutankamons úr steinkistu sinni í …
Fornleifafræðingar sjást hér fjarlægja múmíu Tutankamons úr steinkistu sinni í dag. Reuters
Tutankamon lést fyrir rúmum 3.000 árum.
Tutankamon lést fyrir rúmum 3.000 árum. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert