Ný rannsókn bendir til þess að sætindaát stuðli að hrukkumyndun húðarinnar.
Samkvæmt því sem fram kemur í grein sem birt er í breska tímaritinu British Journal of Dermatology stuðlar öll glúkósamyndun í líkamanum að öldrun húðarinnar þar sem glúkósi í blóði tengist prótínum og myndar þar með mólekúl sem ganga undir nafninu AGE. Fjölgun AGE mólekúla leiðir hins vegar til fækkunar annarra próteina og þá sérstaklega kollagena og límgjafa sem stuðla að teygjanleika húðarinnar. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.
Húðsjúkdómafræðingurinn Dr. Darren Casey, segir að þó sykurneysla valdi mikilli glúkósamyndun hafi það þó mun minni áhrif á öldrun húðarinnar en sól og reykingar. Þá ráðleggur hann öllum þeim sem vilja vinna gegn öldrunarmerkjum í húð sinni að neyta þráavarnarefna og C-vítamína í tyggjanlegu formi.