Tengsl milli svefnleysis barna og offitu

mbl.is/ÞÖK

Ný bandarísk rannsókn bendir til þess að langur nætursvefn dragi úr líkum á því að börn verði of þung. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar minnka líkurnar á því að átta ára börn verði of feit innan þriggja ára, um allt að 40%, fái þau langan nætursvefn. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

„Því minni svefn sem börnin fengu í þriðja bekk því meiri voru líkurnar á því að þau yrðu of feit í sjötta bekk,” segir Dr. Julie Lumeng, við háskólann í Michigan sem stjórnaði rannsókninni. Þá segir hún skýringuna hugsanlega ver þá sú svefnleysi stuðli að breyttu hlutfalli hormóna sem hafa áhrif á hungurtilfinningu fólks.

Samkvæmt útreikningum sérfræðinganna þurfa átta ára börn að sofa í níu klukkutíma og 45 mínútur til að svefninn hafi áhrif á holdafar þeirra og dregur hver tími umfram það úr líkum á því að þau verði of feit.

Sérfræðingarnir segja þó þörf á frekari rannsóknum á tengslum svefnleysis og offitu, m.a. því hvort offita barna valdi öndunarerfiðleikum sem stuðli að því að þau sofi skemur í einu en önnur börn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert