Discovery lendir á Flórída

Geimferjan Discovery lenti á Flórída í dag eftir 15 daga erfiða ferð til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Áhöfn ferjunnar flutti m.a. nýja álmu til geimstöðvarinnar og fór í nokkrar geimgöngur. Á einnig göngunni sást að rifa hafði komið á eina af sólarrafhlöðum stöðvarinnar og var gert við hana.

Bandaríska geimferðamiðstöðin heimilaði áhöfn ferjunnar rétt fyrir klukkan 17 í dag að íslenskum tíma að búa sig undir lendingu. Aðflugið gekk vel en ferjan fór yfir þver Bandaríkin sömu leið og ferjan Columbía, sem sprakk skömmu fyrir áætlaða lendingu árið 2003. Ferjan lenti síðan við Kennedy geimferðamiðstöðina laust eftir klukkan 18 að íslenskum tíma.

Discovery lendir á Flórída undir kvöld.
Discovery lendir á Flórída undir kvöld. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka