Kínverjar hyggjast smíða geimstöð fyrir árið 2020

Alþjóðlega geimstöðin ISS er eina mannaða geimstöðin sem nú er …
Alþjóðlega geimstöðin ISS er eina mannaða geimstöðin sem nú er starfrækt AP

Kínverjar, sem sem sendu sitt fyrsta ómannaða geimfar á sporbaug um tunglið í október, hyggjast smíða geimstöð sem hefja á störf árið 2020 að sögn kínverskra vísindamanna.

Kínverskir fjölmiðlar hafa eftir Long Lehao, sem starfar við hönnun geimflauga, að ætlunin sé að senda ,,litla 20 tonna rannsóknastofu" á sporbraut um jörðu.

Kínverjara hafa mikinn metnað um landvinninga í geimnum. Þeir sendu mannað geimfar út fyrir andrúmsloft jarðar árið 2003 og sendu ómannað geimfar til tunglsins í október sl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert