Ný útgáfa Opera Mini komin út

operamini.com

Fjórða útgáfa Opera Mini 4 er komin út og fæst endurgjaldslaust á vefsíðu fyrirtækisins. vafrinn er sérhannaður að þörfum farsímaeigenda og meðal helstu viðbóta er eiginleiki sem sýnir vefsíðu sem sótt er í heild sinni, en gefur svo möguleikann á því að þysja inn að stökum hlutum síðunnar.

Meðal annars sem bætt hefur verið að er samræming bókamerkja milli síma og tölvu og sérhæfðar vefleitir, sem er einn af helstu kostum stóra bróður Opera Mini, sem ætlaður er fyrir hefðbundnar heimilistölvur.

Hægt er að sækja vafrann með því að heimsækja vefsíðu Opera Mini (www.operamini.com) með nettengdum farsíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka