Dýrt en mjótt breiðband

Ný skýrsla um breiðbandstengingar í OECD-ríkjunum bendir til að magn sé ekki ávísun á gæði. Í henni kemur fram að Ísland er á meðal þeirra ríkja sem hafa flestar breiðbandstengingar á hverja hundrað íbúa. Á móti kemur að bandvídd, það er gæði, íslenskra breiðbandstenginga er meðal þess minnsta sem þekkist á meðal OECD-ríkjanna.

Hrankell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir fátt koma á óvart í tölum OECD. „Það sem aðgreinir íslenska markaðinn frá flestum öðrum mörkuðum í þessari úttekt er að það er nánast einungis veitt þjónusta á DSL en ekki gegnum kapal eða með öðrum hætti, til dæmis ljósleiðara, eins og í flestum öðrum löndum," segir hann. Ísland er í sjötta sæti þegar kemur að fjölda breiðbandstenginga á hverja eitt hundrað íbúa. Nær allar þessar tengingar eru DSL-tengingar.

Tölur OECD leiða einnig í ljós að breiðbandsþjónusta á Íslandi er sú sjötta dýrasta innan OECD. Þá er bandvídd íslenska breiðbandsins með því minnsta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka