Skapandi vísindi hjá grunnskólabörnum

Um 200 börn á aldr­in­um 10 - 16 ára nýttu skap­andi vís­indi til að bæta lífs­kjör í ár­legri keppni FIRST LEGO sem fram fór í Öskju í dag. Mark­mið með keppn­inni er að vekja áhuga grunn­skóla­nema á vís­ind­um og tækni ásamt því að byggja upp sjálfs­traust þeirra, leiðtoga­hæfni og lífs­leikni. Á hverju ári er keppn­inni valið ákveðið þema og í ár var það orka, sam­kvæmt frétt RÚV.

Sig­ur­veg­ar­ar keppn­inn­ar í dag voru Ísjak­arn­ir úr Hafn­ar­skóla. Þær Krist­ín Björk Lillien­dal og Val­gerður Sig­urðardótt­ir nem­end­ur í 10. bekk Sala­skóla unnu keppn­ina sl. ár og voru til­nefnd­ar til sig­urs í ár, með hug­mynd­ir sín­ar um að fram­leiða orku með fóta­b­urði manna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert