Gamalt súkkulaði

Kakó er forn drykkur og hátíðlegur.
Kakó er forn drykkur og hátíðlegur. mbl.is/Kristinn

Íbúar í Mið-Ameríku hafa neytt súkkulaðidrykkja í meira en 3000 ár en það er hálfri öld lengur en áður var talið. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem fornleifafræðingurinn John Henderson hjá Cornell háskóla birti nýlega. Henderson rannsakaði brot af leirskálum sem fundust í Ulua-dal í Norður-Honduras og eru um3100 ára gömul.

Í leirbrotunum fannst theobromine sem er efni sem er einungis að finna í kókóplöntunni.

Þetta kemur fram á vefsíðu National Academy of Science.

Að sögn fræðimanna benda brotin til þessa að leirker af þessari gerð hafi verið notuð við hátíðleg tækifæri og að kakó hafi verið framreitt í brúðkaupum við fæðingar og viðlíkar athafnir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert