Nýjar aðferðir þróaðar við vetnisframleiðslu

Vetnisstrætisvagn í Reykjavík.
Vetnisstrætisvagn í Reykjavík.

Bandarískir vísindamen hafa þróað ódýra og skilvirka aðferð til að framleiða vetni úr lífrænu efni á borð við sellulósa og glúkósa. Fram kemur í grein, sem birt var í vísindatímariti í gær, að hægt sé að nota vetnið til að knýja bíla, búa til áburð og hreinsa drykkjarvatn.

Það vetni, sem notað er nú, er aðallega framleitt úr jarðgasi. Aðgerð vísindamanna í Pennsylvaníuháskóla er að nota lífrænar aðferðir og rafmagn með mun skilvirkari hætti en áður. Segja vísindamennirnir, að þessi aðferð til vetnisframleiðslu, sé nú hagkvæm og þýði að vetni sé heppilegra eldsneyti en annað lífrænt eldsneyti, sem nú er verið að gera tilraunir með, svo sem etanól.

Umfjöllun um rannsóknina

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka