Þráðlaust net burt úr skólum

Umhverfisverndarsamtök í Noregi vilja banna þráðlausar nettengingar í opinberum byggingum vegna þess að of lítið er vitað um hvaða áhrif geislun frá þeim hefur. Umhverfisverndarsamtökin, Norges Miljövernforbund, vilja svokallaða beina, sem gera þráðlausa netnotkun mögulega, burt úr kennslustofum.

Á heimasíðu samtakanna segir að geislun frá þráðlausu neti hafi samkvæmt niðurstöðum rannsókna áhrif á heilann og hæfileikana til að læra. Í versta falli geti geislunin breytt erfðaefni líkamans og leitt til alvarlegra sjúkdóma.Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins, segir að þar sé mönnum ekki kunnugt um skaðleg heilsufarsáhrif sem rekja megi til notkunar þráðlausra neta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert