Halastjarna sem glatt hefur margan áhugastjörnuskoðarann undanfarnar vikur er nú orðin umfangsmeiri en sólin, eftir að mikil sprenging varð í stjörnunni. Má sjá þetta greinilega á samanburðarmyndum frá NASA. Stjörnufræðingar við Háskólann á Hawaii segja halastjörnuna orðna umfangsmesta hlutinn í sólkerfinu.
Sólin er þó lang-massamesti hluturinn í sólkerfinu, en halastjarnan, sem heitir Holmes, hefur losað svo mikið gas og ryk að heildarumfang andrúmslofts hennar er orðið stærra en þvermál sólarinnar.
Samkvæmt mælingum sem gerðar voru í Stjörnurannsóknastöð Háskólans á Hawaii fyrir viku var þvermál hjúps halastjörnunnar, eða höfuðs hennar, 1,4 milljónir kílómetra, en þvermál sólarinnar er 1,392 kílómetrar.
Enn má greina Holmes með berum augum hátt á norðausturhimni.