Kona með hálfan heila lifir eðlilegu lífi

Læknar í Kína komust að því sér til mikillar furðu að kona sem kom til þeirra og kvartaði undan þreytu og var einungis með hálfan heila. Hún er 39 ára og hefur lifað fullkomlega eðlilegu lífi.

Læknar í borginni Wuhan segja að segulómmyndir af höfði konunar hafi leitt í ljós að einungis var grátt efni hægra megin í því.

Zhang Linhong, framkvæmdastjóri taugaendurhæfingardeildar sjúkrahússins í borginni sagði: „Venjulega hefur verið talið að vinstri hluti heilans stjórni málnotkun. En [konan] hefur ekki átt í neinum erfiðleikum með samskipti við fólk.“

Móðir konunnar segir dóttur sína lifa í alla staði eðlilegu lífi. „Hún fékk góðar einkunnir í framhaldsskóla. Hún hefur gott minni. Man símanúmer og nöfn fyrirhafnarlaust.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert