Yfir eitt þúsund manns nýttu sér Vefþuluna á fyrsta degi

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir mennta­málaráðherra opnaði á föstu­dag nýja ís­lenska vefþjón­ustu sem fengið hef­ur nafnið Vefþula. Vefþulan er ætluð les­blind­um náms­mönn­um og ger­ir þeim kleift að fá les­inn hvaða texta sem er á net­inu, auk þess sem þeir geta sjálf­ir skrifað texta og fengið hann les­inn fyr­ir sig.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Hex­ia.net, sem á og rek­ur Vefþul­una.

Lands­bank­inn hef­ur gerst bak­hjarl verk­efn­is­ins og er Vefþulan því öll­um opin end­ur­gjalds­laust. Eng­an sér­stak­an búnað þarf á tölvu not­enda því Vefþulan virk­ar al­farið yfir net­sam­band.

Yfir eitt þúsund manns voru bún­ir að not­færa sér Vefþul­una fyrsta heila dag­inn sem hún stóð til boða, þrátt fyr­ir að um laug­ar­dag væri að ræða. Aðstand­end­um Vefþul­un­ar bár­ust einnig fjöldi fyr­ir­spurna frá áhuga­söm­um, auk þess sem heilla­ósk­ir og þakk­ir bár­ust víða að.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert