Kannabis gegn brjóstakrabbameini

Kannabislauf.
Kannabislauf.

Banda­rísk­ir vís­inda­menn telja, að efni, sem finnst í kanna­bis, kunni að geta komið í veg fyr­ir að brjóstakrabba­mein ber­ist til annarra hluta lík­am­ans. Seg­ir frétta­vef­ur breska rík­is­út­varps­ins, BBC, að efnið, CBD, hafi ekki of­skynj­un­ar­áhrif í för með sér og notk­un þess brýt­ur því ekki í bága við lög.

Vís­inda­menn­irn­ir segja í grein, sem þeir skrifuðu um rann­sókn­ir sín­ar í tíma­ritið Mo­lecul­ar Cancer Therapeutics að þeir séu alls ekki að gefa til kynna, að sjúk­ling­ar eigi að reykja maríjú­ana eða hass og segja raun­ar ólík­legt, að slík neysla leysi úr læðingi nægi­lega mikið af CBD til að hafa til­ætluð áhrif.

CBD hindr­ar starf­semi gens, sem nefn­ist Id-1 og er talið bera ábyrgð á því að krabba­meins­frum­ur ber­ist út frá upp­runa­lega æxl­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert