Ungabörn sýna félagsgreind

Nýburar á fæðingardeild Landspítala-háskólasjúkrahúss. Börnin tengjast ekki efni fréttarinnar.
Nýburar á fæðingardeild Landspítala-háskólasjúkrahúss. Börnin tengjast ekki efni fréttarinnar. mbl.is/Jim Smart

Þótt sex mánaða gömul börn séu fæst farin að geta setið upprétt, hvað þá skríða eða tala, geta þau áttað sig á fyrirætlunum annarra og metið hverjir séu sér vinsamlegir og hverjir óvinveittir. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar bandarískra vísindamanna. Telja þeir að á fyrstu mánuðum ævinnar öðlist börn félagslega dómgreind.

Frá þessu greinir fréttavefur breska ríkisútvarpsins, BBC, en niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar í vísindatímaritinu Nature. Þar segja höfundar rannsóknarinnar að þessi félagslega dómgreind kunni síðar á ævi barnanna að verða grundvöllur siðferðishugmynda og atferlis barnanna.

„Sex mánaða gömul börn hafa þegar lært talsvert og átta sig á mörgu,“ sagði Kiley Hamlin, aðalhöfundur rannsóknarinnar. Ekki sé hægt að segja til um hvort þessi hæfileiki sé börnunum meðfæddur, en fullyrða megi að þau hafi hann áður en að máltöku kemur og áður en hægt er að kenna þeim beint.

„Við teljum þetta ekki til marks um að börn hafi siðferðisvitund, en það má ætla að nauðsynlegur þáttur í siðferðisvitund sé að hafa jákvætt viðhorf til þeirra sem láta gott af sér leiða, og neikvætt til þeirra sem gera manni mein.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert