Hefur stundað grasafræðirannsóknir í hálfa öld

Nátt­úru­fræðistofn­un Íslands held­ur málþing um ís­lenska grasa­fræði á Hót­el KEA á Ak­ur­eyri á morg­un, föstu­dag, klukk­an 14. Á þing­inu verður Hörður Krist­ins­son grasa­fræðing­ur heiðraður en hann verður sjö­tug­ur í lok mánaðar­ins og hef­ur stundað grasa­fræðirann­sókn­ir í hálfa öld.

Málþingið er öll­um opið og að því loknu verður gest­um boðið til mót­töku.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert