Hefur stundað grasafræðirannsóknir í hálfa öld

Náttúrufræðistofnun Íslands heldur málþing um íslenska grasafræði á Hótel KEA á Akureyri á morgun, föstudag, klukkan 14. Á þinginu verður Hörður Kristinsson grasafræðingur heiðraður en hann verður sjötugur í lok mánaðarins og hefur stundað grasafræðirannsóknir í hálfa öld.

Málþingið er öllum opið og að því loknu verður gestum boðið til móttöku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert