Bannfæra allt rautt kjöt

Rautt kjöt er óhollt og krabbameinsvaldandi og alveg sérstaklega kjötálegg. Er það álit einhverra kunnustu krabbameinssérfræðinga í heimi, sem hafa ekki fyrr tekið jafn djúpt í árinni um þetta.

Vísindamennirnir, sem starfa við Alþjóðakrabbameinsrannsóknasjóðinn, WCRF, og Bandarísku krabbameinsstofnunina, AICR, segja, að enginn ætti að neyta meira en 300 g af rauðu kjöti vikulega en forðast kjötálegg með öllu. Hefur þetta álit vísindamannanna vakið eftirtekt í Danmörk, því mikla kjötneyslulandi, en þar er vikulegur skammtur af rauðu kjöti á mann um 900 g. Með rauðu kjöti er átt við allt kjöt annað en fuglakjöt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert