Náttúruhamfarir stöðugt algengari

Mikil flóð urðu nýlega í Mexíkó.
Mikil flóð urðu nýlega í Mexíkó. AP

Nátt­úru­ham­far­ir, sem rekja má til veður, eru fjór­um sinn­um al­geng­ari nú en fyr­ir tveim­ur ára­tug­um. Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu bresku góðgerðasam­tak­anna Oxfam og er full­yrt að hlýn­un and­rúms­lofts­ins sé um að kenna.

„Oxfam... seg­ir að vax­andi los­un gróður­húsaloft­teg­unda sé meg­in­or­sök veðurtengdra nátt­úru­ham­fara og það verður að grípa til aðgerða," segja sam­tök­in og bæta við, að fá­tæk­ustu ríki heims verði verst úti vegna þessa.

Sam­tök­in segja, að 120 nátt­úru­ham­far­ir hafi orðið að meðaltali á ári á fyrri hluta ní­unda ára­tug­ar síðustu ald­ar en nú sé þessi tala um 500 á ári.

„Í ár höf­um við séð flóð í Suður-Asíu, Afr­íku þverri og Mexí­kó sem hafa haft áhrif á líf yfir 250 millj­óna manna," sagði Barbara Stock­ing," fram­kvæmda­stjóri Oxfam. „Og þetta er ekk­ert sér­stakt öfga­ár. Það fylg­ir mynstri um stöðugt fleiri, óút­reikn­an­legri og öfga­fyllri veður­ham­far­ir sem hafa áhrif á líf æ fleira fólks."

Sam­tök­in áætla, að á ár­un­um 1985-1994 hafi að jafnaði 170 millj­ón­ir manna orðið fyr­ir búsifj­um ár­lega af völd­um nátt­úru­ham­fara tengd­um veðri en þessi tala hafi nú hækkað um 70%. Á sama tíma hef­ur nátt­úru­ham­förum af öðrum or­sök­um, svo sem jarðskjálft­um og eld­gos­um, ekk­ert fjölgað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert